Sigríður Dögg segir ofsafengin viðbrögð við frétt sinni lýsa brengluðum hugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 16:16 „Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira