Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Greta Thunberg er verulega ósátt við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Vísir/EPA Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“ Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45