Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Charles Michael, forseti Evrópuráðsins. Þau tvö fyrrnefndu hafa bæði lýst yfir stuðningi við tillöguna um sjóðinn í núverandi mynd. Stephanie Lecocq/AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira