Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 12:13 Leitað var að Rausch með aðstoð leitarhunda, hitaskynjara og úr þyrlum. Getty/Philipp von Ditfurh Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja. Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja.
Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira