Biskup braut jafnréttislög Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 14:44 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“ Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“
Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira