Opið bréf til formanns FÍA Ingunn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2020 17:10 Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar