Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 14:30 Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira