Sér ekki hvernig um höfundaréttarbrot geti verið að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 17:15 Markaðsherferðin Let it out er að sögn listamannsins Marcus Lyall byggð á hugverki hans, sýningunni Scream the House Down. Íslandsstofa Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall. Þetta segir í tilkynningu frá stofunni en Lyall fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé byggt á sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down.“ Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf þess efnis að markaðsaðgerðin „Let it out“ sé byggð á „Scream the House Down.“ Að sögn Íslandsstofu var útboð markaðsverkefnisins Saman í sókn skilað til Ríkiskaupa þann 30. apríl og hafi Íslandsstofu borist kynning á verkefninu „Looks Like you Need Iceland“ frá auglýsingastofunni M&C Saatchi og auglýsingastofunni Peel sem hluta af því útboði þann 6. maí. Lyall sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns. Hann sagði jafnframt að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekki á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú sama. Verkefnin gangi bæði út á að bjóða fólki að öskra í tæki, snjallsíma eða fartölvu, og hljóðinu sé svo varpað út fjarri byggð. Hugmyndin baki verkefnanna sé að losa um spennu og vanmáttarkennd. Að sögn Íslandsstofu var hluti af þeirri tillögu aðgerðin „Let it out.“ „MC Saatchi og Peel kynntu þá þegar starfhæft demo af vefsvæðinu sem notað er í dag, svo það má vera ljóst að unnið hafði verið að hugmyndinni í talsverðan tíma áður en hún var kynnt fyrir Íslandsstofu,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu. „Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Íslandsstofu, þá fáum við ekki séð hvernig tímasetningarnar þessa erindis ganga upp. Það er mjög erfitt að sjá hvernig verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því um miðjan apríl getur byggt á hugverki sem var fyrst kynnt þann 16. júní.“ Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Íslandsstofa segist ekki geta séð hvernig verkefnið „Let it out“ geti verið byggt á hugverki listamannsins Marcus Lyall. Þetta segir í tilkynningu frá stofunni en Lyall fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé byggt á sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down.“ Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf þess efnis að markaðsaðgerðin „Let it out“ sé byggð á „Scream the House Down.“ Að sögn Íslandsstofu var útboð markaðsverkefnisins Saman í sókn skilað til Ríkiskaupa þann 30. apríl og hafi Íslandsstofu borist kynning á verkefninu „Looks Like you Need Iceland“ frá auglýsingastofunni M&C Saatchi og auglýsingastofunni Peel sem hluta af því útboði þann 6. maí. Lyall sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hafi enn ekki fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns. Hann sagði jafnframt að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekki á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú sama. Verkefnin gangi bæði út á að bjóða fólki að öskra í tæki, snjallsíma eða fartölvu, og hljóðinu sé svo varpað út fjarri byggð. Hugmyndin baki verkefnanna sé að losa um spennu og vanmáttarkennd. Að sögn Íslandsstofu var hluti af þeirri tillögu aðgerðin „Let it out.“ „MC Saatchi og Peel kynntu þá þegar starfhæft demo af vefsvæðinu sem notað er í dag, svo það má vera ljóst að unnið hafði verið að hugmyndinni í talsverðan tíma áður en hún var kynnt fyrir Íslandsstofu,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu. „Þó það kunni að vera um einhver líkindi að ræða milli listaverks Marcus Lyall og herferðar Íslandsstofu, þá fáum við ekki séð hvernig tímasetningarnar þessa erindis ganga upp. Það er mjög erfitt að sjá hvernig verkefni sem hefur verið í vinnslu frá því um miðjan apríl getur byggt á hugverki sem var fyrst kynnt þann 16. júní.“
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11
Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40
Stuldur eða innblástur Þar sem ég bý og stunda nám erlendis hefur mér alltaf fundist gott að fara á vefsíðu RÚV á föstudagskvöldum eða laugardagsmorgnum og horfa á Föstudagskvöld með Gísla Marteini til að fylla upp í heimþrár tilfinninguna sem ég finn alltaf fyrir innra með mér. 17. júlí 2020 08:13
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14