Samkomulag um björgunarpakkann í höfn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 06:00 Eftir um 90 klukkustund maraþonfundahöld náðu leiðtogar Evro´pusambandsins saman í nótt. THIERRY MONASSE/GETTY Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020
Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01
Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58