Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 11:55 Þungvopnaðir alríkislögreglumenn í táragasskýi tvístra mótmælendum á mánudag. Þeir voru sendir til að verja alríkisbyggingar í Portland þrátt fyrir að hvorki borgar- né ríkisyfirvöld hefðu óskað eftir því. AP/Noah Berger Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. Yfirvöld í Portland hafa beðið alríkisstjórnina um að draga til baka leynilögreglumenn sem hafa handtekið mótmælendur þar án skýringa í ómerktum bílum. Trump hótaði því í gær að senda löggæslufulltrúa alríkisstjórnarinnar til Chicago og fleiri borga sem eiga það allar sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata til þess að kveða niður glæpi og mótmæli. Lýsti forsetinn borgunum sem „stjórnlausum“ og varaði við því að ef Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, næði kjöri til forseta í haust færi landið „til helvítis“. „Við lítum til Chicago. Við lítum til New York. Öllum stjórnað af mjög frjálslyndum demókrötum. Öllum stjórnað í raun af róttæka vinstrinu,“ sagði forsetinn. Hótanir Trump fylgja fast á hæla háværrar umræðu um störf ómerktra alríkislöggæsluliða í Portland í Oregon sem Trump-stjórnin sendi til að glíma við mótmælendur gegn lögregluofbeldi og kerfilægri kynþáttahyggju í trássi við vilja borgar- og ríkisyfirvalda þar. Sjónvarvottar og mótmælendur hafa lýst því hvernig þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum ferðast um í ómerktum bílum og grípa fólk af götunni án skýringa á því hvers vegna það er handtekið. Lögreglumennirnir sjálfir eru hvorki með nafnspjöld né eru einkennisbúningar þeirra merktir stofnuninni sem þeir starfa fyrir. Þá gera þeir ekki grein fyrir sér við fólk að öðru leyti en að þeir séu „lögreglan“. Mótmælandi með friðarmerki við dómshúsið í Portland. Til átaka kom á milli mótmælenda og alríkislögregluliða þar á aðfaranótt mánudags. Eldur var kveiktur fyrir utan bygginguna og lögregla skaut táragasi.AP/Noah Berger Segist ekki þurfa heimboð frá yfirvöldum á staðnum Ráðamenn í Oregon hafa gagnrýnt aðfarir alríkisstjórnarinnar og hvatt Trump til að draga leynilögregluliðið til baka. Ómerktir alríkislögreglumenn espi aðeins frekar upp ófrið í mótmælum sem hafa staðið yfir um margra vikna skeið við alríkisbyggingar í borginni. „Þetta er lýðræði, ekki einræði. Við getum ekki verið með leynilögreglu sem rænir fólki í ómerktum farartækjum. Ég trúi ekki að ég þurfi að segja þetta við forseta Bandaríkjanna,” sagði Kate Brown, ríkisstjóri Oregon og demókrati. Ted Wheeler, borgarstjóri í Portland, lýsir aðgerðunum sem „klárri misbeitingu valds“ og dómsmálaráðherra Oregon hefur höfðað mál til þess að setja lögbann á aðgerðir alríkislögreglumannanna. Ríkisstjórn Trump hefur þó gefið lítið fyrir slíkar mótbárur. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra, sakaði stjórnmálamenn um að neita að koma á reglu í Portland og verja borgina fyrir „ofbeldishneigðum múg“ og „löglausum stjórnleysingjum“. Ómerktu lögreglumennirnir eru í raun landamæraverðir sem eru þjálfaðir í að taka á óeirðum. „Ég þarf ekki heimboð frá ríkinu, borgarstjórum í ríkinu eða ríkisstjórum í ríkinu til að vinna vinnuna okkar. Við munum gera það hvort sem þau vilja hafa okkur þar eða ekki,“ sagði Wolf í viðtali um helgina. "I don't need invitations by the state, state mayors, or state governors to do our job. We're going to do that, whether they like us there or not. acting DHS Secretary Chad Wolf pic.twitter.com/Rr2P8q6Ut1— Aaron Rupar (@atrupar) July 20, 2020 Trump hefur einnig lofað störf alríkislögreglumannanna. „Þeir grípa fullt af fólki og fangelsa leiðtogana. Þetta eru stjórnleysingjar,“ sagði Trump sem á nú í vök að verjast í skoðanakönnunum sem benda til þess að hann eigi verulega undir högg að sækja í kosningunum í nóvember. Telja alríkisliðið hella olíu á eldinn með nærveru sinni Mótmælin í Portland hafa engu að síður að mestu farið friðsamlega fram. Þau hafa geisað í að minnsta kosti fimmtíu nætur í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis. Minniháttar skemmdarverk hafa átt sér stað á alríkisbyggingum, sem mótmælendur hafa tekið sem tákni um alríkisstjórn Trump, og þá hefur komið til einhverra átaka á milli mótmælenda og lögreglu að næturþeli. Eftir að ómerktu alríkislögreglumennirnir voru sendir til Portland hefur spennan í borginni farið vaxandi. Mótmælendur brutust þannig inn í skrifstofu sambands lögreglumanna í Portland og lögðu eld að henni. Alríkislögreglumenn skutu táragasi að hópi mæðra sem mótmælti friðsamlega. Brown ríkisstjóri segir veru alríkislögregluliðsins hella olíu á eld mótmæla sem beinast gagngert að ofríki lögreglu. Myndskeið af lögreglumönnum berja mótmælendur með kylfum eða henda þeim inn í ómerkta bíla fyrir óljósar sakir hjálpa ekki til. „Það var þegar aukin spenna en eftir nærri því fimm vikur af mótmælum byrjum við að sjá að þeir fáu einstaklingar sem brutu af sér, það var að minnka. Þetta var að róast. Við töldum fyrir viku að þetta yrði búið um helgina. Það sem gerðist í staðinn var að alríkið steig inn með mjög harkalegum hætti og sprengdi lokið af þessu öllu,“ sagði Wheeler borgarstjóri við NPR um helgina. Mótmælendurnir sjálfir hafa brugðist við nærværu alríkislögregluliðanna með því að dulbúa sig og reyna að rugla þá í ríminu. Um helgina eru mótmælendur sagðir hafa mætt með laufblaðablásara til þess að blása táragasi til baka til lögreglumannanna. Mardy Widman, 79 ára amma, mótmælir veru alríkislögregluliðs í Portland í gær. Hún sagði AP-fréttastofunni að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún mótmælti eftir dauða George Floyd því hún hafi óttast kórónuveirufaraldurinn. Ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að senda alríkislögreglulið til borgarinnar hafi ýtt við henni.AP/Gillian Flaccus Fá heimild til að njósa um mótmælendur Heimavarnaráðuneytið segist undirbúa að senda innflytjenda- og tollverði til Chicago, að sögn Washington Post. Um 2.000 löggæsluliðar hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þeir koma frá Tolla- og landamæraeftirlitinu (CBP), Innflytjenda- og tollaeftirlitinu (ICE), Samgönguöryggisstofnuninni og strandgæslunni. Um 200 þeirra voru sendir til að bregðast við mótmælunum í Portland en einnig í Seattle og Pennsylvaníu, að því er segir í frétt New York Times. Töluvert misræmi er á milli lýsinga heimavarnaráðuneytisins á hvað standi til og Trump forseta. Þannig segja embættismenn ráðuneytisins að enginn undirbúningur sé hafinn til að senda löggæsluliða til annarra borga eins og New York eða Fíladelfíu. Þá segir ráðuneytið að aðgerðir þess í Chicago verði alls ólíkar þeim sem standa yfir í Portland. Trump forseti hefur engu að síður reynt að tengja aðgerðirnar saman, að sögn Washington Post. Grundvöllur aðgerða heimavarnaráðuneytisins er tilskipun sem Trump forseti gaf út til að verja styttur og minnisvarða á alríkislandi 26. júní. Það gerði hann eftir að mótmælendur höfðu rifið niður styttur til heiðurs þrælahöldurum og leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir að viðhalda þrælahaldi í Bandaríkjunum. Nú segir Washington Post að ráðuneytið hafi heimilað starfsmönnum sínum að safna upplýsingum um mótmælendur sem hóta því að skemma eða eyðileggja opinbera minnisvarða eða styttur hvort sem þær eru á alríkislandi eða ekki. Þetta eru sagðar óvanalega víðar valdheimildir til stofnunar sem hefur til þessa haft það hlutverk að gæta landamæra Bandaríkjanna og samgöngukerfis. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, hefur engan áhuga á að fá alríkislögreglulið til borgarinnar.AP/E. Jason Wambsgans/Chicago Tribune Frábiðja sér inngrip alríkisstjórnarinnar Ólíkt Portland er það byssuofbeldi sem hefur vakið reiði Trump forseta í Chicago. Hann hefur lengi hamast gegn yfirvöldum í borginni fyrir að grípa ekki til harðari aðgerða til að stöðva ofbeldisöldu þar. Á fimmta hundrað manns hafa verið skotnir til bana í borginni á þessu ári og fleiri en tvö þúsund manns verið skotnir. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, segir að alríkislögreglumennirnir verði engu velkomnari þar en í Portland. „Við þurfum ekki alríkisfulltrúa án nokkurra merkinga sem taka fólk af götunum og halda því, að ég tel, ólöglega,“ sagði borgarstjórinn í gær. Í bréfi sem hún skrifaði Trump sagði hún honum að ef hann vildi raunverulega hjálpa Chicago ætti hann að koma í gegn lögum um skotvopnaeftirlit, taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum og fjárfesta í samfélagslegum verkefnum. Larry Krasner, svæðissaksóknari í Fíladelfíu, hótaði að ákæra alríkisfulltrúa fyrir glæp ef þeir færu fram úr valdheimildum sínum þar. „Hver sem ræðst ólöglega á fólk og rænir því stendur frammi fyrir ákæru frá skrifstofu minni, þar á meðal löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar,“ sagði hann í tísti í gær. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. Yfirvöld í Portland hafa beðið alríkisstjórnina um að draga til baka leynilögreglumenn sem hafa handtekið mótmælendur þar án skýringa í ómerktum bílum. Trump hótaði því í gær að senda löggæslufulltrúa alríkisstjórnarinnar til Chicago og fleiri borga sem eiga það allar sameiginlegt að vera undir stjórn demókrata til þess að kveða niður glæpi og mótmæli. Lýsti forsetinn borgunum sem „stjórnlausum“ og varaði við því að ef Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, næði kjöri til forseta í haust færi landið „til helvítis“. „Við lítum til Chicago. Við lítum til New York. Öllum stjórnað af mjög frjálslyndum demókrötum. Öllum stjórnað í raun af róttæka vinstrinu,“ sagði forsetinn. Hótanir Trump fylgja fast á hæla háværrar umræðu um störf ómerktra alríkislöggæsluliða í Portland í Oregon sem Trump-stjórnin sendi til að glíma við mótmælendur gegn lögregluofbeldi og kerfilægri kynþáttahyggju í trássi við vilja borgar- og ríkisyfirvalda þar. Sjónvarvottar og mótmælendur hafa lýst því hvernig þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum ferðast um í ómerktum bílum og grípa fólk af götunni án skýringa á því hvers vegna það er handtekið. Lögreglumennirnir sjálfir eru hvorki með nafnspjöld né eru einkennisbúningar þeirra merktir stofnuninni sem þeir starfa fyrir. Þá gera þeir ekki grein fyrir sér við fólk að öðru leyti en að þeir séu „lögreglan“. Mótmælandi með friðarmerki við dómshúsið í Portland. Til átaka kom á milli mótmælenda og alríkislögregluliða þar á aðfaranótt mánudags. Eldur var kveiktur fyrir utan bygginguna og lögregla skaut táragasi.AP/Noah Berger Segist ekki þurfa heimboð frá yfirvöldum á staðnum Ráðamenn í Oregon hafa gagnrýnt aðfarir alríkisstjórnarinnar og hvatt Trump til að draga leynilögregluliðið til baka. Ómerktir alríkislögreglumenn espi aðeins frekar upp ófrið í mótmælum sem hafa staðið yfir um margra vikna skeið við alríkisbyggingar í borginni. „Þetta er lýðræði, ekki einræði. Við getum ekki verið með leynilögreglu sem rænir fólki í ómerktum farartækjum. Ég trúi ekki að ég þurfi að segja þetta við forseta Bandaríkjanna,” sagði Kate Brown, ríkisstjóri Oregon og demókrati. Ted Wheeler, borgarstjóri í Portland, lýsir aðgerðunum sem „klárri misbeitingu valds“ og dómsmálaráðherra Oregon hefur höfðað mál til þess að setja lögbann á aðgerðir alríkislögreglumannanna. Ríkisstjórn Trump hefur þó gefið lítið fyrir slíkar mótbárur. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra, sakaði stjórnmálamenn um að neita að koma á reglu í Portland og verja borgina fyrir „ofbeldishneigðum múg“ og „löglausum stjórnleysingjum“. Ómerktu lögreglumennirnir eru í raun landamæraverðir sem eru þjálfaðir í að taka á óeirðum. „Ég þarf ekki heimboð frá ríkinu, borgarstjórum í ríkinu eða ríkisstjórum í ríkinu til að vinna vinnuna okkar. Við munum gera það hvort sem þau vilja hafa okkur þar eða ekki,“ sagði Wolf í viðtali um helgina. "I don't need invitations by the state, state mayors, or state governors to do our job. We're going to do that, whether they like us there or not. acting DHS Secretary Chad Wolf pic.twitter.com/Rr2P8q6Ut1— Aaron Rupar (@atrupar) July 20, 2020 Trump hefur einnig lofað störf alríkislögreglumannanna. „Þeir grípa fullt af fólki og fangelsa leiðtogana. Þetta eru stjórnleysingjar,“ sagði Trump sem á nú í vök að verjast í skoðanakönnunum sem benda til þess að hann eigi verulega undir högg að sækja í kosningunum í nóvember. Telja alríkisliðið hella olíu á eldinn með nærveru sinni Mótmælin í Portland hafa engu að síður að mestu farið friðsamlega fram. Þau hafa geisað í að minnsta kosti fimmtíu nætur í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis. Minniháttar skemmdarverk hafa átt sér stað á alríkisbyggingum, sem mótmælendur hafa tekið sem tákni um alríkisstjórn Trump, og þá hefur komið til einhverra átaka á milli mótmælenda og lögreglu að næturþeli. Eftir að ómerktu alríkislögreglumennirnir voru sendir til Portland hefur spennan í borginni farið vaxandi. Mótmælendur brutust þannig inn í skrifstofu sambands lögreglumanna í Portland og lögðu eld að henni. Alríkislögreglumenn skutu táragasi að hópi mæðra sem mótmælti friðsamlega. Brown ríkisstjóri segir veru alríkislögregluliðsins hella olíu á eld mótmæla sem beinast gagngert að ofríki lögreglu. Myndskeið af lögreglumönnum berja mótmælendur með kylfum eða henda þeim inn í ómerkta bíla fyrir óljósar sakir hjálpa ekki til. „Það var þegar aukin spenna en eftir nærri því fimm vikur af mótmælum byrjum við að sjá að þeir fáu einstaklingar sem brutu af sér, það var að minnka. Þetta var að róast. Við töldum fyrir viku að þetta yrði búið um helgina. Það sem gerðist í staðinn var að alríkið steig inn með mjög harkalegum hætti og sprengdi lokið af þessu öllu,“ sagði Wheeler borgarstjóri við NPR um helgina. Mótmælendurnir sjálfir hafa brugðist við nærværu alríkislögregluliðanna með því að dulbúa sig og reyna að rugla þá í ríminu. Um helgina eru mótmælendur sagðir hafa mætt með laufblaðablásara til þess að blása táragasi til baka til lögreglumannanna. Mardy Widman, 79 ára amma, mótmælir veru alríkislögregluliðs í Portland í gær. Hún sagði AP-fréttastofunni að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún mótmælti eftir dauða George Floyd því hún hafi óttast kórónuveirufaraldurinn. Ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að senda alríkislögreglulið til borgarinnar hafi ýtt við henni.AP/Gillian Flaccus Fá heimild til að njósa um mótmælendur Heimavarnaráðuneytið segist undirbúa að senda innflytjenda- og tollverði til Chicago, að sögn Washington Post. Um 2.000 löggæsluliðar hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þeir koma frá Tolla- og landamæraeftirlitinu (CBP), Innflytjenda- og tollaeftirlitinu (ICE), Samgönguöryggisstofnuninni og strandgæslunni. Um 200 þeirra voru sendir til að bregðast við mótmælunum í Portland en einnig í Seattle og Pennsylvaníu, að því er segir í frétt New York Times. Töluvert misræmi er á milli lýsinga heimavarnaráðuneytisins á hvað standi til og Trump forseta. Þannig segja embættismenn ráðuneytisins að enginn undirbúningur sé hafinn til að senda löggæsluliða til annarra borga eins og New York eða Fíladelfíu. Þá segir ráðuneytið að aðgerðir þess í Chicago verði alls ólíkar þeim sem standa yfir í Portland. Trump forseti hefur engu að síður reynt að tengja aðgerðirnar saman, að sögn Washington Post. Grundvöllur aðgerða heimavarnaráðuneytisins er tilskipun sem Trump forseti gaf út til að verja styttur og minnisvarða á alríkislandi 26. júní. Það gerði hann eftir að mótmælendur höfðu rifið niður styttur til heiðurs þrælahöldurum og leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir að viðhalda þrælahaldi í Bandaríkjunum. Nú segir Washington Post að ráðuneytið hafi heimilað starfsmönnum sínum að safna upplýsingum um mótmælendur sem hóta því að skemma eða eyðileggja opinbera minnisvarða eða styttur hvort sem þær eru á alríkislandi eða ekki. Þetta eru sagðar óvanalega víðar valdheimildir til stofnunar sem hefur til þessa haft það hlutverk að gæta landamæra Bandaríkjanna og samgöngukerfis. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, hefur engan áhuga á að fá alríkislögreglulið til borgarinnar.AP/E. Jason Wambsgans/Chicago Tribune Frábiðja sér inngrip alríkisstjórnarinnar Ólíkt Portland er það byssuofbeldi sem hefur vakið reiði Trump forseta í Chicago. Hann hefur lengi hamast gegn yfirvöldum í borginni fyrir að grípa ekki til harðari aðgerða til að stöðva ofbeldisöldu þar. Á fimmta hundrað manns hafa verið skotnir til bana í borginni á þessu ári og fleiri en tvö þúsund manns verið skotnir. Lori Lightfoot, borgarstjóri Chicago, segir að alríkislögreglumennirnir verði engu velkomnari þar en í Portland. „Við þurfum ekki alríkisfulltrúa án nokkurra merkinga sem taka fólk af götunum og halda því, að ég tel, ólöglega,“ sagði borgarstjórinn í gær. Í bréfi sem hún skrifaði Trump sagði hún honum að ef hann vildi raunverulega hjálpa Chicago ætti hann að koma í gegn lögum um skotvopnaeftirlit, taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum og fjárfesta í samfélagslegum verkefnum. Larry Krasner, svæðissaksóknari í Fíladelfíu, hótaði að ákæra alríkisfulltrúa fyrir glæp ef þeir færu fram úr valdheimildum sínum þar. „Hver sem ræðst ólöglega á fólk og rænir því stendur frammi fyrir ákæru frá skrifstofu minni, þar á meðal löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar,“ sagði hann í tísti í gær.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40