Frelsi til að hvíla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:18 Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun