Dagskráin í dag: Pepsi Max, Lengjudeildin, enska B-deildin og Evrópumótaröðin í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 06:00 Íslandsmeistarar KR fá nýliða Fjölnis í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira