Sara söng slagara með Whitney Houston í nýliðavígslunni hjá Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 16:00 Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við Lyon í sumar. Hún kom til franska stórliðsins frá Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir hefur farið vel af stað með Lyon og skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum með franska stórliðinu. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun slapp Sara ekki við að syngja í nýliðavígslunni hjá Lyon. Hún og hin ástralska Ellie Carpenter, sem er einnig ný hjá Lyon, tóku lagið saman. Þær stöllur fluttu stórslagarann „I Wanna Dance with Somebody“ með Whitney Houston heitinni. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Now officially a @CarpenterEllie https://t.co/baeiUjouCv— Sara Björk (@sarabjork18) July 23, 2020 Sara og Carpenter komust ágætlega frá sínu en munu varla gefa fótboltann upp á bátinn fyrir frama á tónlistarsviðinu. Sara skoraði eitt mark í 4-1 sigri Lyon á pólska liðinu Czarni Sosnowiec í æfingaleik í gær. Wendie Renard (2) og Melvine Malard (1) voru einnig á skotskónum fyrir frönsku meistarana. Mark Söru kom á 14. mínútu. Hún skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu ensku landsliðskonunnar Alex Greenwood. Markið má sjá hér fyrir neðan. Les images de la victoire (4-1) face à Czarni Sosnowiec lors de notre 2ème match de préparation.#OLSOS pic.twitter.com/MIttxRZOBf— OL Féminin (@OLfeminin) July 22, 2020 Lyon undirbýr sig nú fyrir lokahnykkinn í Meistaradeild Evrópu. Liðið mætir Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar 22. ágúst. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg á fyrri stigum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili má hún spila með Lyon í keppninni. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur farið vel af stað með Lyon og skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum með franska stórliðinu. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun slapp Sara ekki við að syngja í nýliðavígslunni hjá Lyon. Hún og hin ástralska Ellie Carpenter, sem er einnig ný hjá Lyon, tóku lagið saman. Þær stöllur fluttu stórslagarann „I Wanna Dance with Somebody“ með Whitney Houston heitinni. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan. Now officially a @CarpenterEllie https://t.co/baeiUjouCv— Sara Björk (@sarabjork18) July 23, 2020 Sara og Carpenter komust ágætlega frá sínu en munu varla gefa fótboltann upp á bátinn fyrir frama á tónlistarsviðinu. Sara skoraði eitt mark í 4-1 sigri Lyon á pólska liðinu Czarni Sosnowiec í æfingaleik í gær. Wendie Renard (2) og Melvine Malard (1) voru einnig á skotskónum fyrir frönsku meistarana. Mark Söru kom á 14. mínútu. Hún skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu ensku landsliðskonunnar Alex Greenwood. Markið má sjá hér fyrir neðan. Les images de la victoire (4-1) face à Czarni Sosnowiec lors de notre 2ème match de préparation.#OLSOS pic.twitter.com/MIttxRZOBf— OL Féminin (@OLfeminin) July 22, 2020 Lyon undirbýr sig nú fyrir lokahnykkinn í Meistaradeild Evrópu. Liðið mætir Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar 22. ágúst. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg á fyrri stigum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili má hún spila með Lyon í keppninni. Lyon hefur orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð.
Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira