Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júlí 2020 07:06 Svona mun nýr vegarkafli um Pennusneiðing ofan Flókalundar líta út. Núverandi vegur sést neðar. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að nein samtök eða stofnanir hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. Kaflarnir eru annars vegar 5,7 kílómetra langur kafli við Þverdalsá, um Pennusneiðing ofan Flókalundar, og nær hann langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Nýr vegur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar, verður lagður ofan við fjöruna. Núverandi vegur liggur uppi í hlíðinni.Mynd/Vegagerðin. Hins vegar 4,3 kílómetra kafli fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogs og Borgarfjarðar í Arnarfirði, en upphaf hans er við Mjólkárvirkjun. Sá kafli mun tengjast nýja veginum sem verið er að klára að Dýrafjarðargöngum. Vegurinn við Þverdalsá er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Vegurinn fyrir Meðalnes er alfarið byggður í nýju vegstæði, að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Rauðu rammarnir á kortinu sýna hvar vegarkaflarnir tveir eru sem byrjað verður á.Kort/Vegagerðin. Tilboðsfrestur rennur út 18. ágúst næstkomandi og eiga báðir verkhlutar að klárast á aðeins einu ári. Útlögn efra lags klæðingar skal lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06