„Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 11:34 Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm - Aðsend Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39
Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23