Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 23:21 Önnur styttanna tveggja sem fjarlægðar voru. Scott Olson/Getty Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila