Ósannar ásakanir formanns VR Halldór Benjamín Þorbergsson og Davíð Þorláksson skrifa 25. júlí 2020 14:39 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR lét þau orð falla nýverið í samtali við Fréttablaðið að hann telji margt benda til þess að undirritaðir, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá SA, hafi beitt sér fyrir því að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu kaup Icelandair á 50% hlut í Lindarvatni, eiganda Landssímareitsins. Ef þetta væri satt þá ætti gagnrýni Ragnars svo sannarlega rétt á sér, en þetta er ekki satt. Við munum nú rekja það í nokkrum liðum af hverju ekkert af því sem Ragnar heldur fram fær staðist. -Í fyrsta lagi þá voru undirritaðir einfaldlega ekki komnir til starfa hjá SA þegar umrædd endurfjármögnun Lindarvatns átti sér stað í mars 2016. Halldór kom til starfa hjá SA í lok árs 2016 og Davíð í lok árs 2017. -Í öðru lagi myndi engum hjá SA, né Icelandair eins og við þekkjum það fyrirtæki, detta í hug að beita lífeyrissjóði þrýstingi þegar kemur að fjárfestingaákvörðunum þeirra. Það væri enda bæði ólöglegt og ósiðlegt. Þessi mörk eru skýr og óbrjótanleg í huga flestra og í landslögum. Þó verður að segjast að í ljósi þess að Ragnar hefur sjálfur ítrekað beitt stjórnarmenn tilnefnda af VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna þrýstingi varðandi einstakar fjárfestingarákvarðanir, á sama tíma og hann hefur nú slíkar ásakanir uppi um aðra, þá kemur óneitanlega upp í hugann máltækið; „Margur hyggur mig sig.“ Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum eiga að vera óháðir þeim sem tilnefna þá. SA tilnefnir stjórnarmenn sína í gegnum gegnsætt og faglegt ferli samkvæmt reglum sem aðgengilegar eru á vef SA. Auglýst er eftir áhugasömum stjórnarmönnum, umsóknir eru metnar af fagfólki og þeim er uppálagt að vera sjálfstæðir og óháðir í vinnubrögðum og fylgja góðum stjórnarháttum í störfum sínum. Engin afskipti eru að öðru leyti höfð af störfum stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum. Það eru nokkur ár síðan að þetta verklag var tekið upp hjá SA og hefði raunar mátt taka það upp fyrr því þetta er mikilvægur þáttur í að skapa traust í garð ákvarðanna lífeyrissjóðanna. -Í þriðja lagi þá fjármögnuðu lífeyrissjóðirnir ekki kaup Icelandair á Lindarvatni árið 2015, eins og Ragnar fullyrðir. Kaupin voru að fullu fjármögnuð af Icelandair Group sjálfu og án aðkomu lífeyrissjóða. Í mars árið 2016 var Lindarvatn hins vegar endurfjármagnað, eins og áður hefur komið fram, en þá tók félagið nýtt lán, m.a. til að klára byggingarframkvæmdirnar á Landsímareitnum. Lindarvatn leitaði eftir og fékk tilboð í fjármögnunina frá bæði bönkum og lífeyrissjóðum. Að lokum var ákveðið að ganga til samninga við hóp tólf lífeyrissjóða en sjálfstæður aðili, Íslensk verðbréf, hélt utan um fjármögnunina. Endurfjármögnunin tengdist á engan hátt kaupum á hlutafé í Lindarvatni, sem áttu sér stað í ágúst 2015 og ekkert af umræddum lánum rann til fyrrum hluthafa þess. Andvirði lánanna var nýtt til að greiða upp eldri lán félagsins, sem flest voru hjá lífeyrissjóðum, að fjárhæð um 2,5 milljarðar og 1,2 milljarður var nýttur beint til framkvæmdanna. Þess má geta að Lindarvatn hefur þegar hafið endurgreiðslu lánanna sem tekin voru þarna í mars 2016 eins og fram hefur komið. Lánin eru öll í skilum og hafa lífeyrissjóðirnir fengið sína vexti af þeim auk auk afborgana. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem Ragnar Þór segist tala í nafni, hefur komið fram að um 100 milljónir króna hafi þegar verið greiddar í afborganir og vexti. -Í fjórða lagi var enginn hjá Icelandair eða Lindarvatni í beinum samskiptum við lífeyrissjóðina í þessu ferli. Samskiptin fóru öll fram í gegnum Íslensk verðbréf, sem önnuðust öflun tilboða og héldu utan um fjármögnunina fyrir hönd Lindarvatns. Það geta öll þau staðfest sem komu að málinu, þar á meðal Íslensk verðbréf og lífeyrissjóðirnir sjálfir. Fulltrúar stéttarfélaganna í stjórnum þessara tólf sjóða hefðu enda væntanlega gert alvarlegar athugasemdir við það ef stjórnarmenn atvinnurekenda hefðu verið að þvinga í gegn fjárfestingaákvarðanir undir þrýstingi. -Í fimmta lagi þá komum við undirritaðir ekki að nokkru leyti að kaupum á Lindarvatni þegar við störfuðum hjá Icelandair Group. Það voru aðrir starfsmenn félagsins, auk ytri ráðgjafa, sem sáu algjörlega um þetta verkefni. Það var því hvorki vilji, tilefni eða tækifæri til að beita einn né neinn þrýstingi af okkar hálfu vegna fjármögnunar framkvæmdanna á Landsímareitnum. Öllum ásökunum um slíkt er algerlega hafnað. Að öllu þessu sögðu viljum við nú góðfúslega beina því til Ragnars Þórs að hann dragi fyrrnefndar fullyrðingar sínar til baka og biðji um leið alla hlutaðeigandi afsökunar á þeim ella er óhjákvæmilegt að þau sem hafa orðið fyrir órökstuddum dylgjum hans íhugi réttarstöðu sína. Það getur einfaldlega ekki annað verið að hann geri það því það er skýrt brot á landslögum að ásaka saklaust fólk um svo alvarlega háttsemi sem hann hefur nú gert. Öll þurfum við að þola gagnrýni. Ekki síst stórfyrirtæki, stórir fjármagnseigendur eins og lífeyrissjóðir, samtök sem tilnefna stjórnarmenn lífeyrissjóða, sem og stjórnendur slíkra samtaka. Þegar þú hins vegar brigslar fólki um óheiðarleika og alvarleg lögbrot, án þess að hafa nokkuð fyrir þér, þá ertu komin út fyrir öll mörk. Ekki síst ef þú ert aðili með greiðan aðgang að fjölmiðlum og að fjölda fólks sem treystir þér og leggur trúnað á orð þín. Það er sorgleg staðreynd og um leið umhugsunarefni fyrir alla sem styðja opna og lýðræðislega umræðu í samfélaginu að Ragnar Þór gerði enga tilraun til að afla sér upplýsinga um málið hjá okkur, eða nokkrum sem því tengist, áður en hann fór fram með þessar alvarlegu ásakanir á opinberum vettvangi. Ásakanir sem nú hefur verið upplýst að eru fullkomlega og algjörlega ósannar. Virðingarfyllst, Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri SA Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR lét þau orð falla nýverið í samtali við Fréttablaðið að hann telji margt benda til þess að undirritaðir, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá SA, hafi beitt sér fyrir því að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu kaup Icelandair á 50% hlut í Lindarvatni, eiganda Landssímareitsins. Ef þetta væri satt þá ætti gagnrýni Ragnars svo sannarlega rétt á sér, en þetta er ekki satt. Við munum nú rekja það í nokkrum liðum af hverju ekkert af því sem Ragnar heldur fram fær staðist. -Í fyrsta lagi þá voru undirritaðir einfaldlega ekki komnir til starfa hjá SA þegar umrædd endurfjármögnun Lindarvatns átti sér stað í mars 2016. Halldór kom til starfa hjá SA í lok árs 2016 og Davíð í lok árs 2017. -Í öðru lagi myndi engum hjá SA, né Icelandair eins og við þekkjum það fyrirtæki, detta í hug að beita lífeyrissjóði þrýstingi þegar kemur að fjárfestingaákvörðunum þeirra. Það væri enda bæði ólöglegt og ósiðlegt. Þessi mörk eru skýr og óbrjótanleg í huga flestra og í landslögum. Þó verður að segjast að í ljósi þess að Ragnar hefur sjálfur ítrekað beitt stjórnarmenn tilnefnda af VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna þrýstingi varðandi einstakar fjárfestingarákvarðanir, á sama tíma og hann hefur nú slíkar ásakanir uppi um aðra, þá kemur óneitanlega upp í hugann máltækið; „Margur hyggur mig sig.“ Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum eiga að vera óháðir þeim sem tilnefna þá. SA tilnefnir stjórnarmenn sína í gegnum gegnsætt og faglegt ferli samkvæmt reglum sem aðgengilegar eru á vef SA. Auglýst er eftir áhugasömum stjórnarmönnum, umsóknir eru metnar af fagfólki og þeim er uppálagt að vera sjálfstæðir og óháðir í vinnubrögðum og fylgja góðum stjórnarháttum í störfum sínum. Engin afskipti eru að öðru leyti höfð af störfum stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum. Það eru nokkur ár síðan að þetta verklag var tekið upp hjá SA og hefði raunar mátt taka það upp fyrr því þetta er mikilvægur þáttur í að skapa traust í garð ákvarðanna lífeyrissjóðanna. -Í þriðja lagi þá fjármögnuðu lífeyrissjóðirnir ekki kaup Icelandair á Lindarvatni árið 2015, eins og Ragnar fullyrðir. Kaupin voru að fullu fjármögnuð af Icelandair Group sjálfu og án aðkomu lífeyrissjóða. Í mars árið 2016 var Lindarvatn hins vegar endurfjármagnað, eins og áður hefur komið fram, en þá tók félagið nýtt lán, m.a. til að klára byggingarframkvæmdirnar á Landsímareitnum. Lindarvatn leitaði eftir og fékk tilboð í fjármögnunina frá bæði bönkum og lífeyrissjóðum. Að lokum var ákveðið að ganga til samninga við hóp tólf lífeyrissjóða en sjálfstæður aðili, Íslensk verðbréf, hélt utan um fjármögnunina. Endurfjármögnunin tengdist á engan hátt kaupum á hlutafé í Lindarvatni, sem áttu sér stað í ágúst 2015 og ekkert af umræddum lánum rann til fyrrum hluthafa þess. Andvirði lánanna var nýtt til að greiða upp eldri lán félagsins, sem flest voru hjá lífeyrissjóðum, að fjárhæð um 2,5 milljarðar og 1,2 milljarður var nýttur beint til framkvæmdanna. Þess má geta að Lindarvatn hefur þegar hafið endurgreiðslu lánanna sem tekin voru þarna í mars 2016 eins og fram hefur komið. Lánin eru öll í skilum og hafa lífeyrissjóðirnir fengið sína vexti af þeim auk auk afborgana. Sem dæmi má nefna að Lífeyrissjóði verzlunarmanna, sem Ragnar Þór segist tala í nafni, hefur komið fram að um 100 milljónir króna hafi þegar verið greiddar í afborganir og vexti. -Í fjórða lagi var enginn hjá Icelandair eða Lindarvatni í beinum samskiptum við lífeyrissjóðina í þessu ferli. Samskiptin fóru öll fram í gegnum Íslensk verðbréf, sem önnuðust öflun tilboða og héldu utan um fjármögnunina fyrir hönd Lindarvatns. Það geta öll þau staðfest sem komu að málinu, þar á meðal Íslensk verðbréf og lífeyrissjóðirnir sjálfir. Fulltrúar stéttarfélaganna í stjórnum þessara tólf sjóða hefðu enda væntanlega gert alvarlegar athugasemdir við það ef stjórnarmenn atvinnurekenda hefðu verið að þvinga í gegn fjárfestingaákvarðanir undir þrýstingi. -Í fimmta lagi þá komum við undirritaðir ekki að nokkru leyti að kaupum á Lindarvatni þegar við störfuðum hjá Icelandair Group. Það voru aðrir starfsmenn félagsins, auk ytri ráðgjafa, sem sáu algjörlega um þetta verkefni. Það var því hvorki vilji, tilefni eða tækifæri til að beita einn né neinn þrýstingi af okkar hálfu vegna fjármögnunar framkvæmdanna á Landsímareitnum. Öllum ásökunum um slíkt er algerlega hafnað. Að öllu þessu sögðu viljum við nú góðfúslega beina því til Ragnars Þórs að hann dragi fyrrnefndar fullyrðingar sínar til baka og biðji um leið alla hlutaðeigandi afsökunar á þeim ella er óhjákvæmilegt að þau sem hafa orðið fyrir órökstuddum dylgjum hans íhugi réttarstöðu sína. Það getur einfaldlega ekki annað verið að hann geri það því það er skýrt brot á landslögum að ásaka saklaust fólk um svo alvarlega háttsemi sem hann hefur nú gert. Öll þurfum við að þola gagnrýni. Ekki síst stórfyrirtæki, stórir fjármagnseigendur eins og lífeyrissjóðir, samtök sem tilnefna stjórnarmenn lífeyrissjóða, sem og stjórnendur slíkra samtaka. Þegar þú hins vegar brigslar fólki um óheiðarleika og alvarleg lögbrot, án þess að hafa nokkuð fyrir þér, þá ertu komin út fyrir öll mörk. Ekki síst ef þú ert aðili með greiðan aðgang að fjölmiðlum og að fjölda fólks sem treystir þér og leggur trúnað á orð þín. Það er sorgleg staðreynd og um leið umhugsunarefni fyrir alla sem styðja opna og lýðræðislega umræðu í samfélaginu að Ragnar Þór gerði enga tilraun til að afla sér upplýsinga um málið hjá okkur, eða nokkrum sem því tengist, áður en hann fór fram með þessar alvarlegu ásakanir á opinberum vettvangi. Ásakanir sem nú hefur verið upplýst að eru fullkomlega og algjörlega ósannar. Virðingarfyllst, Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri SA Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar