Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 11:56 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira