Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 08:40 Solskjær getur ekki verið annað en ánægður með innkomu Bruno í enska boltann. Peter Powell/Getty Images Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Manchester United enduðu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en deildinni lauk í gær. Liverpool vann deildina með yfirburðum þá meðan Norwich City, Watford og Bournemouth féllu niður í B-deildina. Manchester United fagnar eflaust því að vera komið aftur í Meistaradeild Evrópu en þriðja sæti verður seint talinn ásættanlegur árangur á Old Trafford. Hins vegar ef horft er til þess að þegar 25 umferðum var lokið var liðið í 7. sæti - 14 stigum á eftir Leicester City í 3. sætinu – þá er það ágætis árangur að landa þriðja sætinu. Í lok félagaskiptagluggans í janúar festi Manchester United kaup á Bruno Fernandes, portúgölskum miðjumanni Sporting Lisbon. Man Utd var orðað við Fernandes allt síðasta sumar en ekkert varð af kaupunum. Eftir að hafa verið án Paul Pogba nær allt tímabilið var ákveðið að fjárfesta í skapandi miðjumanni og sá átti eftir að skipta sköpum. Þegar Bruno gengur til liðs við United er liðið í 5. sæti með plús sjö í markatölu. Liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum og útlitið vægast sagt svart. Markalaust jafntefli gegn Wolves þýddi að liðið var komið í 7. sæti deildarinnar. Síðan þá hefur nær allt gengið upp. Bruno Fernandes in the Premier League: 14 appearances 8 goals 7 assists He has more goals + assists (15) in his debut campaign than any other January signing in PL history. pic.twitter.com/PdgRffoRlx— Statman Dave (@StatmanDave) July 26, 2020 Liðið vann þrjá af næstu fjórum leikjum áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónufaraldursins. Segja má að það hafi hentað United ágætlega en Paul Pogba og Marcus Rashford náðu að jafna sig af meiðslum á meðan deildin var á ís. Eftir jafntefli við Tottenham í fyrsta leik eftir að deildin fór aftur af stað þá unnu Bruno og félagar næstu fjóra leiki. Eftir jafntefli gegn Southampton fylgdi svo sigur á Crystal Palace, jafntefli gegn West Ham United og að lokum 2-0 sigurinn á Leicester City. Eftir að hafa aðeins unnið níu leiki af 24 þá vann liðið níu leiki af 14 í kjölfarið á kaupunum á Bruno. Liðið tapaði ekki leik og raunar var það svo að ekkert lið náði í fleiri stig en þau 32 sem Man Utd náði í eftir að Portúgalinn mætti á Old Trafford. Þá er Fernandes sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum frá því hann kom í deildina. Hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sjö. Það má því með sanni segja að tímabil United hafi umturnast með tilkomu hans. Aldrei hefur leikmaður sem var keyptur í janúarglugganum komið að jafn mörkum á sínu fyrsta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ole Gunnar fjárfesti í leikmanni sem getur tekið Man Utd úr þriðja sæti og komið í þeim í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Beið þar til á 98. mínútu í lokaleiknum með að skora fyrsta mark tímabilsins Jesse Lingard hafði ekki skorað né lagt upp í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, þar til hann skoraði gegn Leicester í dag á 98. mínútu í lokaumferð deildarinnar. 26. júlí 2020 17:45
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55