Reina fór mikinn er Aston Villa hélt sér uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 11:00 Það brutust út mikil fagnaðarlæti er lokaflautið gall. James Griffiths/Getty Images Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við West Ham United í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Með því hélt liðið sér upp í deild þeirra bestu en liðið endaði með stigi meira en Bournemouth sem féll. Raunar hefði liðin átt að vera með jafn mörg stig en Aston Villa fékk ótrúlegt stig gegn Sheffield United í fyrsta leiknum eftir að deildin hófst að nýju sökum kórónufaraldursins. Þá greip Ørjan Håskjold Nyland, markvörður liðsins, boltann en fór með hann yfir marklínuna. Það hafði gleymst að kveikja á marklínutækninni og dómarar leiksins sáu ekki atvikið nægilega vel. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og segja má að það stig hafi haldið Aston Villa uppi. Reyndar var liðið með betri markatölu en Bournemouth en aðeins munaði einu marki á liðunum. Það virtist þó sem þetta stig myndi ekki spila stóran þátt en liðið var í fallsæti þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir. Þá hafði liðið tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og ekki unnið leik síðan 21. janúar. Í síðustu fjórum leikjum Aston Villa gekk hins vegar allt upp en liðið vann Crystal Palace og Arsenal ásamt því að gera jafntefli við Everton og West Ham United. Þegar leikurinn í gær var flautaður af braust út mikil gleði eins og má sjá á myndinni hér að ofan og hefur hann eflaust haldið áfram fram á rauða nótt. Pepe Reina, sem var fenginn til að leysa hinn meidda Tom Heaton af hólmi, skemmti sér allavega konunglega eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Eflaust hafa stuðningsmenn Aston Villa á Íslandi stigið svipaðan dans. #avfc pic.twitter.com/9MOJOxrUw5— No Context AVFC (@NoContextAVFC_) July 26, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við West Ham United í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Með því hélt liðið sér upp í deild þeirra bestu en liðið endaði með stigi meira en Bournemouth sem féll. Raunar hefði liðin átt að vera með jafn mörg stig en Aston Villa fékk ótrúlegt stig gegn Sheffield United í fyrsta leiknum eftir að deildin hófst að nýju sökum kórónufaraldursins. Þá greip Ørjan Håskjold Nyland, markvörður liðsins, boltann en fór með hann yfir marklínuna. Það hafði gleymst að kveikja á marklínutækninni og dómarar leiksins sáu ekki atvikið nægilega vel. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og segja má að það stig hafi haldið Aston Villa uppi. Reyndar var liðið með betri markatölu en Bournemouth en aðeins munaði einu marki á liðunum. Það virtist þó sem þetta stig myndi ekki spila stóran þátt en liðið var í fallsæti þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir. Þá hafði liðið tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og ekki unnið leik síðan 21. janúar. Í síðustu fjórum leikjum Aston Villa gekk hins vegar allt upp en liðið vann Crystal Palace og Arsenal ásamt því að gera jafntefli við Everton og West Ham United. Þegar leikurinn í gær var flautaður af braust út mikil gleði eins og má sjá á myndinni hér að ofan og hefur hann eflaust haldið áfram fram á rauða nótt. Pepe Reina, sem var fenginn til að leysa hinn meidda Tom Heaton af hólmi, skemmti sér allavega konunglega eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Eflaust hafa stuðningsmenn Aston Villa á Íslandi stigið svipaðan dans. #avfc pic.twitter.com/9MOJOxrUw5— No Context AVFC (@NoContextAVFC_) July 26, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira