Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 15:45 Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Leikur KA og KR í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var ekki mikið fyrir augað enda hafa leikir á Greifavelli í sumar ekki boðið upp á blússandi sóknarbolta. Leikurinn var hins vegar hádramatískur og af nægu að taka. Beitir Ólafsson - markvörður Íslandsmeistara KR - var í smá brasi í leiknum, bæði með fyrirgjafir og sendingar til baka. Hann fór til að mynda nokkrum sinnum út í teiginn til að grípa fyrirgjafir en greip í tómt. Það er óvanalegt enda fáir markverðir betri í teignum heldur en Beitir. Beitir í leik gegn Víkingum í Meistarakeppni KSÍ fyrr í sumar.Vísir/HAG Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Atla Viðars Björnssonar í Pepsi Max Tilþrifunum um leikinn sem og viðtöl eftir leik. „Hann er búinn að flauta áður en KA maðurinn skallar en mér finnst rosalega lítið í þessu,“ sagði Atli Viðar um það þegar Almarrr Ormarsson stuggar aðeins við Beiti áður en markvörðurinn missir af boltanum sem hefði að öllum líkindum endað í netinu hefði Ívar Orri ekki flautað brot. „Beitir fór út í nokkra bolta sem hann misreiknaði og missti yfir sig. Hann hafði heppnina með sér í nokkur skipti,“ bætti Atli við. Beitir fékk gult spjald í leiknum á 63. mínútu þar sem hann hellti sér yfir áðurnefndan Almarr. KR-ingurinn fyrrverandi kom þá á blindu hliðina á Beiti og hindraði þannig för hans meðfram marki sínu. Þeir lágu báðir eftir en Beitir var fyrr á fætur og lét nokkur vel valin orð falla er hann hallaði sér yfir Almarr. Þá var Beitir í tómu tjóni er Kristinn Jónsson sendi til baka á markvörðinn af stuttu færi sem hitti boltann illa. Boltinn skoppaði út í teig þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði og Akureyringar töldu sig vera komna 1-0 yfir. Á endanum var hins vegar dæmd aukaspyrna á Ásgeir Sigurgeirsson en sitt sýnist hverjum um hvort brot var að ræða eður ei. Þó Beitir hafi verið í smá brasi í leiknum þó fór það svo að hann tryggði Íslandsmeisturum KR stigið sem þeir fóru með heim í Vesturbæinn. KA menn fengu einkar ódýra vítaspyrnu undir lok leiks sem Beitir varði vel og staðan því 0-0 þegar Ívar Orri flautaði til leiksloka.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15 Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Sjáðu markið sem KA-menn eru brjálaðir yfir að var dæmt af Það var dramatík undir lok leiks í leik KA og KR á Akureyri. 26. júlí 2020 20:15
Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag. 26. júlí 2020 19:20
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Dramatík í markalausu jafntefli á Akureyri KA og KR gerðu 0-0 jafntefli á Akureyri eftir æsilegar lokamínútur í 9.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. 26. júlí 2020 20:14