Fullkomin þrenna Ólafar, tveggja marka innkoma Gyðu og endurkoma ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 15:30 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnar þriðja marki sínu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. vísir/stöð 2 sport Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Hvorki fleiri né færri en átján mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu þeirra komu í leik Stjörnunnar og Þróttar á Samsung-vellinum í Garðabænum. Leikar fóru 5-5. Hin sautján ára Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fullkomna þrennu fyrir Þrótt gegn Stjörnunni. Hún skoraði fyrsta markið með skalla, annað markið með hægri fæti og það þriðja með þeim vinstri. Þetta var fyrsta þrenna Ólafar í efstu deild en því miður fyrir hana dugðu mörkin ekki til sigurs. Þróttarar komust fjórum sinnum tveimur mörkum yfir í leiknum en Stjörnukonur gáfust ekki upp og náðu að bjarga stigi. Hin nítján ára Gyða Kristín Gunnarsdóttir var hetja Stjörnunnar í leiknum í gær. Á 78. mínútu setti Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, Gyðu inn á í stöðunni 3-5, Þrótti í vil. Fimm mínútum síðar minnkaði Gyða muninn í 4-5. Á 88. mínútu skoraði hún svo jöfnunarmark Garðbæinga. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan vítateig. Þróttur og Stjarnan eru bæði með sjö stig líkt og KR sem tapaði fyrir Þór/KA á Þórsvelli, 2-1. Þetta var fyrsta tap KR-inga eftir sóttkvína sem þær þurftu að fara í. Staðan var markalaus í hálfleik en á 53. mínútu kom Lára Kristín Pedersen KR yfir gegn sínum gömlu félögum með skoti af löngu færi. Margrét Árnadóttir jafnaði á 56. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Margrét fiskaði svo vítaspyrnu þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hún ætlaði að taka vítið en fékk það ekki þar sem hún var með eyrnalokka sem er ekki leyfilegt innan vallar. Margrét fékk gult spjald og þurfti að fara af út af til að fjarlægja eyrnalokkana. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, fór þess í stað á punktinn og skoraði sigurmark heimakvenna. Þetta var fyrsti sigur Þórs/KA í rúman mánuð. Liðið er í 5. sæti með tíu stig. ÍBV vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði bikarmeistara Selfoss að velli, 3-2, í Eyjum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjakonum í hálfleik en þá voru Selfyssingar 0-2 yfir. Tiffany McCarty og Dagný Brynjarsdóttir (víti) skoruðu mörkin. Olga Sevcova minnkaði muninn í 1-2 á 50. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka jafnaði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz metin. Í uppbótartíma skoraði Miyah Watford svo sigurmark ÍBV eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn Selfoss. ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss í því fjórða með tíu stig. Mörkin átján og viðtöl úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild kvenna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Stjarnan Þór Akureyri KA KR ÍBV UMF Selfoss Tengdar fréttir Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00 Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00 Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39 Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09 „Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57 Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. 29. júlí 2020 09:00
Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Leikur Stjörnunnar og Þróttar Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Lauk leiknum með 5-5 jafntefli. 29. júlí 2020 08:00
Nik: Einn skrýtnasti leikur sem ég hef tekið þátt í Stjarnan og Þróttur gerðu 5-5 jafntefli í Garðabæ í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Ótrúleg úrslit í ótrúlegum leik. 28. júlí 2020 21:39
Alfreð: Þær hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl „Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,” sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 21:09
„Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik” Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 28. júlí 2020 20:57
Hólmfríður gæti verið frá í meira en mánuð eftir kinnsbeinsbrot Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss, gæti verið frá í allt að fjórar vikur vegna kinnsbeinsbrot en þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld. 28. júlí 2020 18:48
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 5-5 Þróttur | Tíu marka jafntefli í Garðabæ Ótrúlegur leikur átti sér stað í Garðabæ í kvöld. 28. júlí 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30