Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 12:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira