Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 12:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þrátt fyrir að þeir hafi rætt saman í síma minnst átta sinnum frá því honum á að hafa verið sagt frá verðlaunafénu. Trump og Pútín ræddu síðast saman á fimmtudaginn og í samtali við Axios, sagði forsetinn bandaríski að hann hefði ekki rætt málið við Pútín því símtalið hafi verið til að ræða aðra hluti. Bætti hann svo við: „Ef satt skal segja, þá er þetta mál sem margir segja vera falskar fréttir.“ Fyrr í vikunni neitaði Trump að segja hvort hann hefði rætt málið við Pútín. Hann hefur áður sagt að fregnirnar séu tilbúninguren þær hafa þó verið staðfestar af háttsettum embættismönnum og sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra, meðal annars hafa heyrt af þessari niðurstöðu Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. Maðurinn sem talinn er hafa haft milligöngu um greiðslur til Talibana er nú sagður hafa flúið frá Afganistan og til Rússlands. Fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig sagt að Trump hafi verið tilkynnt um málið í skriflegri skýrslu í febrúar. Þjóðaröryggisráðgjafi hans hefur þó sagt að það hafi aldrei verið gert „munnlega“, því upplýsingarnar hafi ekki verið taldar áreiðanlegar. Það er satt að ekki var samrómur um málið innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Engu að síður vöruðu bandarísk stjórnvöld herlið sitt í Afganistan við og bandamenn sína Breta sömuleiðis. Þjóðaröryggisráð Hvíta húsið fundaði einnig fyrr á þessu ári um möguleg viðbrögð við verðlaunafé Rússa. Margir fjölmiðlar hafa fært fregnir af því að upplýsingarnar hafi verið í daglegri skriflegri skýrslu forsetans í febrúar en Trump hafi ekki lesið hana. Í viðtalinu við Axios þvertók hann fyrir að svo væri. hann sagðist lesa skýrslurnar. „Þeir segja að ég lesi ekki. Ég les mjög mikið. Ég meðtek hluti einstaklega vel. Líklega betur en nokkur sem þú hefur tekið viðtal við í langan tíma,“ sagði Trump. Hélt hann því áfram fram að upplýsingarnar hefðu aldrei náð til hans vegna þess að þær væru ótrúverðugar. Trump var einnig spurður út í það að Rússar hefðu útvegað Talibönum vopn og hvort það væri ekki nóg til að ræða við Pútín um aðgerðir Rússa gegn Bandarískum hermönnum í Afganistan. Við því sagði Trump að Bandaríkin hefðu útvegað Afgönum vopn á árum áður þegar Sovétríkin gerðu innrás í landið á tímum kalda stríðsins. Þá sagði hann að Rússar vildu ekkert koma nærri Afganistan. Tekur sífellt upp hanskann fyrir Pútín Trump hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur fyrir að sýna lítinn sem engan vilja til að bjóða Pútín birginn. Hvort sem það snýr að afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum, tölvuárásum eða öðru. Þá hefur hann einnig ítrekað tekið sér stöðu með Pútín, gegn eigin embættismönnum, opinberum starfsmönnum og bandamönnum Bandaríkjanna, meðal annars með því að krefjast þess að Rússum verði hleypt aftur í G7, áður G8. Þaðan var þeim vikið eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Afganistan Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira