„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júlí 2020 19:00 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra.
Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda