„Fá skot eftir í byssunni“ ef bakslagið dregst á langinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 09:01 Ferðamennskan hefur aðeins glæðst í sumar, en er þó enn ekki í líkingu við það sem hún hefur verið undanfarin ár. vísir/vilhelm Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan.
Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira