Funda með lögmannsstofu Samherja í september Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn á málefnum Samherja í Namibíu stendur yfir hjá héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12