Erlendur ferðamaður greindist með kórónuveiruna á Akureyri í gær. Hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni um norðurlandið og er í einangrun á Akureyri en fjölskyldan hans er nú í sóttkví.
Engar frekari upplýsingar eru til staðar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra um ferðir mannsins.
Lögreglan ítrekar fyrir fólki að halda uppi virkum smitvörnum, þvo og spritta hendur, halda tveggja metra fjarlægð og forðast mannmergð.