Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 07:54 Akureyri er alla jafna vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi en nýjar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins setja strik í reikninginn í ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja. Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. Akureyri hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skemmtanaþyrstra landsmanna um verslunarmannahelgi. Þeirri litlu dagskrá sem hafði verið skipulögð fyrir helgina var aflýst eftir að stjórnvöld hertu sóttvarnareglur og komu á hundrað manna hámarki fyrir samkomu og gerðu tveggja metra fjarlægðarreglu að skyldu í gær. Árni Páll Jóhannsson, lögreglumaður á Akureyri, segir við Vísi að margt sé um manninn í bænum og tjaldsvæðin séu full miðað við þær takmarkanir sem nú gilda. Hann veit til þess að tjaldsvæðin hafi þurft að vísa fólki frá af þeim sökum í gær. „Auðvitað er fólk missátt við að komast ekki að en fólk virðir þetta og sýnir því skilning,“ segir hann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sérstakur viðbúnaður yrði hjá lögreglu um allt land vegna mögulegrar hópamyndunar þó að ekkert væri um formleg hátíðarhöld. Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár. Þar var engu að síður haldin brenna klukkan 22:00 í gærkvöldi og var fólkið beðið um að njóta hennar úr fjarska. Lokað var fyrir umferð akandi og gangandi í Herjólfsdal frá klukkan 21:00 og var gæsla við golfvöllinn til að tryggja að fólk færi ekki yfir hann, að sögn Eyjafrétta. Staðarblaðið segir einnig að töluvert hafi verið um afbókanir í Herjólf í gær. Um 500 farþegar voru þá bókaðir til Eyja.
Lögreglumál Akureyri Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00
Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. 30. júlí 2020 16:12