Trump kallar eftir dauðarefsingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 07:55 Donald Trump vill að Dzokhar Tsarnaev verði dæmdur til dauða á nýjan leik. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado.
Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent