Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Samkvæmt rannsóknum þénar hamingjusamt fólk umtalsvert meiri tekjur en aðrir. Vísir/Getty Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira. Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira.
Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira