„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 12:29 Jón Arnór í Valstreyjunni. vísir/sigurjón Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“ Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti