EFLA allt um kring Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. ágúst 2020 15:17 Fátt kemur orðið á óvart þegar kemur að stjórnsýslumálum. Í Reykjavík hefur hver skandallinn rekið annan undanfarin tvö ár þar á meðal vegna brota á innkaupareglum. Hver man ekki eftir braggamálinu? Nú hefur úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála fellt úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Fimm hönnunar- og arkitektastofur af þeim ellefu sem ekki voru valdir í forvalið kærðu valið til kærunefndar útboðsmála sem hefur stöðvað keppnina tímabundið. Alls sendu sautján hönnunar- og arkitektastofur inn tillögur. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar í úrskurðinum við vinnubrögð Vegagerðarinnar og er hún, Reykjavíkurborg og Kópavogur skaðabótaskyld. Fram kemur í úrskurðinum að „Efla hf. hafi fengið óeðlilegt forskot á aðra þátttakendur. Jafnframt hafi einn dómnefdarmanna verið starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar og starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar, sem hafi staðfest ákvörðun dómnefndar um val þátttakenda, verið eigandi, stjórnarmaður og starfsmaður Eflu hf. þar til fyrir skömmu. Dómnefndin hafi því verið vanhæf til ákvarðanatöku í forvalinu“. Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur greitt fyrirtækinu sem nemur á fjórða milljarð á 10 árum, alls tæpa 3,7 milljarða króna. Það gerir að meðaltali 300 milljónir á ári sem samsvarar árslaunum 6-10 sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg. Hvað sem þessu líður er vont að fá upplýsingar um að ekki sé farið eftir lögum um innkaup hvort heldur hjá ríki eða borg. Eftir að braggamálið kom fram í dagsljósið lofuðu borgaryfirvöld að laga til hjá sér í þessum málum sem höfðu greinilega verið í ólestri. Á fundi borgarráðs 7. febrúar 2019 samþykkti borgarráð tillögur um stjórnkerfisbreytingar. Meðal þeirra breytinga sem átti að gera var að auka hlutverk innkauparáðs. Fulltrúi Flokks fólksins mun óska eftir upplýsingum um hvað þessi mistök í útboðsmálum munu kosta borgarbúa. Í þessu máli er alla vega víst að Reykjavíkurborg ber ákvarðanaábyrgð og skaðabætur greiðast úr vasa útsvarsgreiðenda. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt kemur orðið á óvart þegar kemur að stjórnsýslumálum. Í Reykjavík hefur hver skandallinn rekið annan undanfarin tvö ár þar á meðal vegna brota á innkaupareglum. Hver man ekki eftir braggamálinu? Nú hefur úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála fellt úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Fimm hönnunar- og arkitektastofur af þeim ellefu sem ekki voru valdir í forvalið kærðu valið til kærunefndar útboðsmála sem hefur stöðvað keppnina tímabundið. Alls sendu sautján hönnunar- og arkitektastofur inn tillögur. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar í úrskurðinum við vinnubrögð Vegagerðarinnar og er hún, Reykjavíkurborg og Kópavogur skaðabótaskyld. Fram kemur í úrskurðinum að „Efla hf. hafi fengið óeðlilegt forskot á aðra þátttakendur. Jafnframt hafi einn dómnefdarmanna verið starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar og starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar, sem hafi staðfest ákvörðun dómnefndar um val þátttakenda, verið eigandi, stjórnarmaður og starfsmaður Eflu hf. þar til fyrir skömmu. Dómnefndin hafi því verið vanhæf til ákvarðanatöku í forvalinu“. Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur greitt fyrirtækinu sem nemur á fjórða milljarð á 10 árum, alls tæpa 3,7 milljarða króna. Það gerir að meðaltali 300 milljónir á ári sem samsvarar árslaunum 6-10 sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg. Hvað sem þessu líður er vont að fá upplýsingar um að ekki sé farið eftir lögum um innkaup hvort heldur hjá ríki eða borg. Eftir að braggamálið kom fram í dagsljósið lofuðu borgaryfirvöld að laga til hjá sér í þessum málum sem höfðu greinilega verið í ólestri. Á fundi borgarráðs 7. febrúar 2019 samþykkti borgarráð tillögur um stjórnkerfisbreytingar. Meðal þeirra breytinga sem átti að gera var að auka hlutverk innkauparáðs. Fulltrúi Flokks fólksins mun óska eftir upplýsingum um hvað þessi mistök í útboðsmálum munu kosta borgarbúa. Í þessu máli er alla vega víst að Reykjavíkurborg ber ákvarðanaábyrgð og skaðabætur greiðast úr vasa útsvarsgreiðenda. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun