Frestuðu leik um heilan áratug vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:45 Datrone Young verður löngu hættur að spila með Iowa State liðinu þegar leikurinn fer fram. Getty/ Joe Robbins Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira