Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 21:55 Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00