„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 10:24 Kristrún Frostadóttir er hugsi yfir háum greiðslum ríkislögreglustjóra til sérfræðins í straumlínulögun. Vísir/Bjarni Einarsson Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins. Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins.
Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira