Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 30. október 2025 21:30 Birgir Fannar Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Vísir Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“ Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09