„Hólmavík á Vestfjörðum“ Steingrímur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:41 Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Bókmenntir Íslandsvinir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun