Atvinnumál – mál málanna Gauti Jóhannesson skrifar 11. ágúst 2020 07:30 Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Djúpivogur Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Gauti Jóhannesson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun