Samherjaþátturinn birtur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 09:31 Þátturinn ber heitið Skýrslan sem aldrei var gerð. skjáskot Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir. Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir.
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03