Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vísir/Getty Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við. Góðu ráðin Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira
Okkur hefur eflaust öllum langað á stundum að vera öruggari með okkur sjálf í vinnunni enda er engin gagnrýnisrödd harðari en okkar eigin innri rödd. Samt er það svo að oft á tíðum vitum við alveg að við ráðum vel við hlutina, getum jafnvel gert meir og mættum alveg láta meira á okkur bera í samanburði við ýmsa aðra samstarfsfélaga. Susie Moore er ein þeirra sem skapað hefur sér nafn ytra sem lífstílsmarkþjálfi. Hún hefur til dæmis verið reglulegur gestur sjónvarpsþáttarins Today Show, hjá Cosmopolitan og á Oprah.com. Eitt af því sem Moore hefur talað fyrir er að fólk auki sjálfstraustið sitt í starfi með því að láta af einföldum atriðum sem við erum mörg hver búin að venja okkur á að óþörfu. Að sögn Moore er ekkert jafn gott fyrir starfsferilinn okkar og aukið sjálfstraust. Þau þrjú atriði sem Moore bendir fólki sérstaklega á eru: 1. Meiri sýnileiki Ein skilaboð Moore er að við hættum að bíða eftir „réttu stundinni.“ Ef við höfum til dæmis eitthvað til málanna að leggja á fundi, réttum þá upp hendi og látum vita. Oft þýðir þetta að við förum út fyrir þægindarrammann okkar en of oft segjum við ekkert en sjáum jafnvel eftir því. Þannig að látum oftar vaða því það er ekkert minna mark á okkur takandi en öðrum. Það sama á við þegar að við fáum góða hugmynd í vinnunni. Í stað þess að efast hvetur Moore okkur til að segja oftar frá þeim pælingum sem við höfum. Oft skapa samtöl um hugmyndir enn betri og stærri hugmyndir eða lausnir. 2. Meira sjálfstraust í málfarið okkar Moore segir fólk líka mega venja sig af því að vera hikandi í tali. Oftar en ekki felst breytingin sem við þurfum að gera í því að hætta að tala í „spurningartón“ og umorða setningar þannig að við segjum hreint út hvað okkur finnst í raun. Dæmi: Í stað þess að segja „Er ekki græni liturinn betri í lógóinu?“ ættum við að segja „Mér finnst græni liturinn betri í lógóinu.“ Eins hvetur Moore okkur til að gefa skýr skilaboð um að okkar vinna og okkar tími skipti máli. Í stað þess að segja „Nei ég hef ekki tíma“ ef við erum beðin um eitthvað þá ættum við að svara „Ég næ því ekki vegna þess að ég er að klára x og x verkefni….“ Þá hvetur Moore okkur til að segja já við verkefnum þótt við séum ekkert 100% viss um hvernig við leysum þau. Segjum frekar já og fáum aðstoð við að læra eða gefum okkur tíma til að finna út úr því hvernig við leysum verkefnið. Það eykur sjálfstraustið okkar að takast á við nýjar áskoranir (og sigra þær). 3. Eflum tengslanetið Við erum auðvitað misfær um að kynnast nýju fólki og sumir eru feimnari við tengslamyndun en aðrir. Moore segir samt að lykilatriðið sé að gera sér grein fyrir því á hvaða stundum við drögum okkur í hlé og/eða látum lítið fyrir okkur fara. Er það með völdum hópum, ókunnugu fólki eða í fjölmenni? Með því að átta okkur sem best á því hvenær við erum líkleg til að draga okkur í hlé eigum við auðveldara með að setja okkur markmið um að reyna að efla tengslin á þeim stundum, þótt það þýði að skref út fyrir þægindarrammann. Ef ætlunin er að starfsferillinn gangi vel upp, er tengslamyndun hluti af þeim áskorunum sem við þurfum að takast á við.
Góðu ráðin Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Sjá meira