Akureyringur, kauptu metanbíl! Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. ágúst 2020 11:30 Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Akureyri Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl?
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun