Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. ágúst 2020 12:26 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, segir úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna hafa haft gögnin til meðferðar. stöð 2 Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31