Mun fara með hlutverk Filippusar í The Crown Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 08:23 Jonathan Pryce hefur áður á ferli sínum farið með hlutverk illmennis í kvikmynd um James Bond. Getty Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. Pryce mun þar leika á móti Imelda Staunton sem mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar. Einnig hefur verið greint frá því að Lesley Manville muni fara með hlutverk Margrétar, systur drottningarnnar. Þættirnir eru framleiddir fyrir Netflix og hafa notið mikilla vinsælda. Pryce hefur áður farið hlutverk illmennis í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies og hlutverk High Sparrow í þáttunum Game of Thrones. Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Two Popes þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins. Pryce mun taka við hlutverki Filippusar af Tobias Menzies, sem túlkaði prinsinn í þriðju þáttaröðinni og aftur þeirri fjórðu. Matt Smith fór með hlutverk prinsins í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Búist er við að fjórða þáttaröð The Crown verði frumsýnd á Netflix síðla þessa árs, en í henni, líkt og þeirri þriðju, fer Olivia Colman með hlutverk Elísabetar drottningar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. Pryce mun þar leika á móti Imelda Staunton sem mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar. Einnig hefur verið greint frá því að Lesley Manville muni fara með hlutverk Margrétar, systur drottningarnnar. Þættirnir eru framleiddir fyrir Netflix og hafa notið mikilla vinsælda. Pryce hefur áður farið hlutverk illmennis í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies og hlutverk High Sparrow í þáttunum Game of Thrones. Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Two Popes þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins. Pryce mun taka við hlutverki Filippusar af Tobias Menzies, sem túlkaði prinsinn í þriðju þáttaröðinni og aftur þeirri fjórðu. Matt Smith fór með hlutverk prinsins í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Búist er við að fjórða þáttaröð The Crown verði frumsýnd á Netflix síðla þessa árs, en í henni, líkt og þeirri þriðju, fer Olivia Colman með hlutverk Elísabetar drottningar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein