Fólk sem veðjar á Vestfirði Guðmundur Gunnarsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Guðmundur Gunnarsson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun