Fjórða þorskastríðið: Fyrir Vestfirðinga er kvótakerfið eins og þrefalt efnahagshrunið 2008 Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. janúar 2020 20:00 Kvótakerfið hefur flutt frá Vestfjörðum útflutningsverðmæti sem meta má 7,5 milljarða króna árlega. Það jafngildir rúmri milljón króna árlega á hvern íbúa, sem myndi mælast sem um 14% samdráttur í landsframleiðslu. Í Hruninu 2008 fór landsframleiðslan niður um 11% á mann, en jafnaði sig fljótt aftur. Fyrir Vestfirðinga er kvótakerfið því eins vel rúmlega eitt efnahagshrun af stærstu gráðu, en hrun sem jafnar sig ekki. Þú ert sleginn niður, og liggur þar. Þannig er saga kvótakerfisins á Vestfjörðum. Og hér eru engar ýkjur á ferð. Samdráttur í útflutningstekjum magnar upp kreppu sem er umfangsmeiri en nemur aðeins töpuðum útflutningstekjum. Í fyrra var heildarútflutningur frá Íslandi 1325 milljarðar en landsframleiðsla 2810. Ef áhrif kvótakerfisins á landsframleiðslu Vestfjarða yrði skoðuð er því líklegra að ljós kæmi að áfallið hafi verið á stærð við tvö ef ekki þrjú Hrun á stærð við 2008. Ef við skoðum Ísafjarðarbæ þá var hlutfall hafnanna þar í lönduðum afla 36% minna árið 2018 en var árin fyrir kvótakerfið. Bæjarbúar hafa misst frá sér fisk sem er að útflutningsverðmæti um 6,2 milljarðar króna árlega. Það gera rúmlega 1,6 m.kr. á hvern íbúa í bænum. Þetta högg jafngildir því um 20% samdrætti í landsframleiðslu og er, eins og áður sagði, líklega tvöfalt það ef afleiðingar falls í útflutningstekjum á samfélagið yrði skoðað. Fyrir Vestfirðinga hefur kvótakerfið því ekki verið blessun, heldur böl á stærð við þre- eða fjórfalt efnahagshrunið 2008. Þannig lítur kerfið úr frá Vestfirðingum, kerfið sem útgerðarmenn og sendisveinar þeirra á Alþingi kalla besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Innan Ísafjarðarbæjar er margir bæir; Ísafjörður sjálfur, Hnífsdalur, Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Af þessum bæjum hefur Ísafjörður orðið fyrir minnstum skaða, tapað þó um 40% af þeim afla áður var landað við höfnina. Súgandafjörður hefur tapað 45%, Flateyri 52%, Súðavík 74% og Þingeyri 76%. Með öðrum orðum hefur þessir bæir verið slegnir í rot. Íbúum Ísafjarðarbæjar hefur frá upptöku kvótakerfisins fækkað um rúmlega 1.500 manns á sama tíma og íbúum landsins hefur fjölgað. Raunfækkun íbúa sveitarfélagsins er um 54%. Ef íbúum Ísafjarðarbæjar hefði fjölgað jafn mikið og landsmenn á þessum tíma væru íbúarnir ekki 3600 eins og í dag heldur 8300. Fylgjendum kvótakerfisins finnst það eðlilegur fórnarkostnaður. Þeirra kenning er að til þess að auka arðsemi útgerðarfyrirtækja sé hagræðing nauðsynlegt og því sé þörf á að sameina útgerðir og mynda stærri fyrirtæki, svo þau séu sem arðsömust. Markmiðið er arðsemi. Og arðsemi er mæld með þeim fjármunum sem eigendur fyrirtækja geta dregið sér upp úr rekstrinum. Frá Hruni hefur arðsemi stórútgerða, þeirra tíu stærstu, verið vel yfir 400 milljarðar króna. Þessu hefur reksturinn skilað í arði til eigenda og hækkunar á eigin fé fyrirtækjanna. Og þessi auður hefur verið búinn til með því að flytja arðinn af auðlindinni frá fólkinu á Flateyri, Þingeyri, Súðavík, Súganda og slíkum stöðum til eigenda allra stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Stórútgerðarmenn hafa ekki fundið neitt upp, það eru enn sjómenn sem sækja fiskinn, fiskverkafólk sem vinnur hann og sölumenn sem selja hann. Stórútgerðarmenn fá ekki með klókindum sínum betra verð fyrir fiskinn, frægt er að íslensk útgerð fær miklu lægra verð fyrir sínar afurðir en útgerðarmenn í Noregi og Færeyjum. íslenskir útgerðarmenn stæra sig af þessu. Það sem kvótakerfið gerir í raun er að flytja arðinn af auðlindinni frá almenningi til örfárra. Almenningur missir vinnuna en örfáir útgerðarmenn fá arðinn. Og fyrst og fremst flytur það fé og völd frá almenningi úti á landi til örfárra einstaklinga, sem deila ekki kjörum með fólkinu úti á landi, deila heldur ekki kjörum með fólkinu fyrir sunnan heldur deila fyrst og síðast kjörum með öðrum auðkýfingum í heiminum, öðrum sem hefur tekist að sölsa undir sig eigur almennings, svífandi yfir samfélagi manna. Þannig virkar kvótakerfið: Það brýtur niður samfélög manna og flytir afl þeirra til örfárra. Á síðustu öld háðu Íslendingar þrjú þorskastríð til að tryggja sér yfirráð yfir auðlindum hafsins kringum landið. Örfáum hefur tekist að ná auðlindinni undir sig og safnað að sér óheyrilegum auð, sem byggir fyrst og fremst á fórnum venjulegs fólks, sem hefur mátt þola atvinnumissi, eignamissi, óöryggi, verri afkomu og upplausn samfélagsins. Nú er því kominn tími til að boða til fjórða þorskastríðsins, við þurfum að ná auðlindum okkar úr höndum þeirra sem farið eins og engisprettufaraldur um landið, fellt byggðir og rænt fólk afkomunni, eignunum, völdunum og stoltinu. Þið getið litið á fjórða þorskastríðið sem undanfara baráttunnar vegna fjórða iðnbyltingarinnar: Eigum við að láta arðinn af vélvæðingu og minni þörf fyrir verkafólk renna til samfélagsins þannig að aukin þekking og kunnátta byggi upp samfélög? Eða eigum við að leyfa örfáum að draga til sín allan hag af tæknibreytingum og framþróun, eins og raunin hefur verið innan kvótakerfisins? Ég minni á fundinn Til róttækrar skoðunar: Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim! í hádeginu laugardaginn 11. janúar í Þjóðmenningarhúsinu, gamla Landsbókasafninu, við Hverfisgötu.Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sjávarútvegur Þorskastríðin Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kvótakerfið hefur flutt frá Vestfjörðum útflutningsverðmæti sem meta má 7,5 milljarða króna árlega. Það jafngildir rúmri milljón króna árlega á hvern íbúa, sem myndi mælast sem um 14% samdráttur í landsframleiðslu. Í Hruninu 2008 fór landsframleiðslan niður um 11% á mann, en jafnaði sig fljótt aftur. Fyrir Vestfirðinga er kvótakerfið því eins vel rúmlega eitt efnahagshrun af stærstu gráðu, en hrun sem jafnar sig ekki. Þú ert sleginn niður, og liggur þar. Þannig er saga kvótakerfisins á Vestfjörðum. Og hér eru engar ýkjur á ferð. Samdráttur í útflutningstekjum magnar upp kreppu sem er umfangsmeiri en nemur aðeins töpuðum útflutningstekjum. Í fyrra var heildarútflutningur frá Íslandi 1325 milljarðar en landsframleiðsla 2810. Ef áhrif kvótakerfisins á landsframleiðslu Vestfjarða yrði skoðuð er því líklegra að ljós kæmi að áfallið hafi verið á stærð við tvö ef ekki þrjú Hrun á stærð við 2008. Ef við skoðum Ísafjarðarbæ þá var hlutfall hafnanna þar í lönduðum afla 36% minna árið 2018 en var árin fyrir kvótakerfið. Bæjarbúar hafa misst frá sér fisk sem er að útflutningsverðmæti um 6,2 milljarðar króna árlega. Það gera rúmlega 1,6 m.kr. á hvern íbúa í bænum. Þetta högg jafngildir því um 20% samdrætti í landsframleiðslu og er, eins og áður sagði, líklega tvöfalt það ef afleiðingar falls í útflutningstekjum á samfélagið yrði skoðað. Fyrir Vestfirðinga hefur kvótakerfið því ekki verið blessun, heldur böl á stærð við þre- eða fjórfalt efnahagshrunið 2008. Þannig lítur kerfið úr frá Vestfirðingum, kerfið sem útgerðarmenn og sendisveinar þeirra á Alþingi kalla besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Innan Ísafjarðarbæjar er margir bæir; Ísafjörður sjálfur, Hnífsdalur, Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Af þessum bæjum hefur Ísafjörður orðið fyrir minnstum skaða, tapað þó um 40% af þeim afla áður var landað við höfnina. Súgandafjörður hefur tapað 45%, Flateyri 52%, Súðavík 74% og Þingeyri 76%. Með öðrum orðum hefur þessir bæir verið slegnir í rot. Íbúum Ísafjarðarbæjar hefur frá upptöku kvótakerfisins fækkað um rúmlega 1.500 manns á sama tíma og íbúum landsins hefur fjölgað. Raunfækkun íbúa sveitarfélagsins er um 54%. Ef íbúum Ísafjarðarbæjar hefði fjölgað jafn mikið og landsmenn á þessum tíma væru íbúarnir ekki 3600 eins og í dag heldur 8300. Fylgjendum kvótakerfisins finnst það eðlilegur fórnarkostnaður. Þeirra kenning er að til þess að auka arðsemi útgerðarfyrirtækja sé hagræðing nauðsynlegt og því sé þörf á að sameina útgerðir og mynda stærri fyrirtæki, svo þau séu sem arðsömust. Markmiðið er arðsemi. Og arðsemi er mæld með þeim fjármunum sem eigendur fyrirtækja geta dregið sér upp úr rekstrinum. Frá Hruni hefur arðsemi stórútgerða, þeirra tíu stærstu, verið vel yfir 400 milljarðar króna. Þessu hefur reksturinn skilað í arði til eigenda og hækkunar á eigin fé fyrirtækjanna. Og þessi auður hefur verið búinn til með því að flytja arðinn af auðlindinni frá fólkinu á Flateyri, Þingeyri, Súðavík, Súganda og slíkum stöðum til eigenda allra stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Stórútgerðarmenn hafa ekki fundið neitt upp, það eru enn sjómenn sem sækja fiskinn, fiskverkafólk sem vinnur hann og sölumenn sem selja hann. Stórútgerðarmenn fá ekki með klókindum sínum betra verð fyrir fiskinn, frægt er að íslensk útgerð fær miklu lægra verð fyrir sínar afurðir en útgerðarmenn í Noregi og Færeyjum. íslenskir útgerðarmenn stæra sig af þessu. Það sem kvótakerfið gerir í raun er að flytja arðinn af auðlindinni frá almenningi til örfárra. Almenningur missir vinnuna en örfáir útgerðarmenn fá arðinn. Og fyrst og fremst flytur það fé og völd frá almenningi úti á landi til örfárra einstaklinga, sem deila ekki kjörum með fólkinu úti á landi, deila heldur ekki kjörum með fólkinu fyrir sunnan heldur deila fyrst og síðast kjörum með öðrum auðkýfingum í heiminum, öðrum sem hefur tekist að sölsa undir sig eigur almennings, svífandi yfir samfélagi manna. Þannig virkar kvótakerfið: Það brýtur niður samfélög manna og flytir afl þeirra til örfárra. Á síðustu öld háðu Íslendingar þrjú þorskastríð til að tryggja sér yfirráð yfir auðlindum hafsins kringum landið. Örfáum hefur tekist að ná auðlindinni undir sig og safnað að sér óheyrilegum auð, sem byggir fyrst og fremst á fórnum venjulegs fólks, sem hefur mátt þola atvinnumissi, eignamissi, óöryggi, verri afkomu og upplausn samfélagsins. Nú er því kominn tími til að boða til fjórða þorskastríðsins, við þurfum að ná auðlindum okkar úr höndum þeirra sem farið eins og engisprettufaraldur um landið, fellt byggðir og rænt fólk afkomunni, eignunum, völdunum og stoltinu. Þið getið litið á fjórða þorskastríðið sem undanfara baráttunnar vegna fjórða iðnbyltingarinnar: Eigum við að láta arðinn af vélvæðingu og minni þörf fyrir verkafólk renna til samfélagsins þannig að aukin þekking og kunnátta byggi upp samfélög? Eða eigum við að leyfa örfáum að draga til sín allan hag af tæknibreytingum og framþróun, eins og raunin hefur verið innan kvótakerfisins? Ég minni á fundinn Til róttækrar skoðunar: Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim! í hádeginu laugardaginn 11. janúar í Þjóðmenningarhúsinu, gamla Landsbókasafninu, við Hverfisgötu.Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar