Aldrei fleiri erlend tungumál töluð í skólum borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2020 21:30 Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál. Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál.
Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira