Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2020 12:13 Myndum af fórnarlömbunum hefur verið stillt upp á flugvelinum í Kænugarði þar sem farþeganna er minnst. Vísir/EPA Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins. Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins.
Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36
Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45