Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. janúar 2020 19:45 Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10