Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 13:45 Írakar fylgjast með Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, í sjónvarpi. EPA/GAILAN HAJI Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent