Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 11:15 Vel fór um þá Erdogan og Pútín þegar þeir hittust áður en þeir voru viðstaddir vígsluathöfn fyrir nýjar gasleiðslur. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag. Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag.
Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03